25 september 2007

Uppsláttur

Hér hefur verið slegið upp fyrir svölunum okkar, næsta skref þar er að járnabinda og svo steypa þegar rafvirkinn hefur lokið sér af á hæðinni og píparinn gert það sem hann á að gera. Nú svo þegar það allt er komið og gólfið hefur verið steypt þá er hægt að moka að húsinu og þá fer nú að vera gaman að lifa :)
Bara unnið og unnið.
Séð út frá norðri til suðurs, í húsi nágrannans.
Það sem við höfum verið að gera uppá síðkastið er mest og mikið, það er búið að vera moka (jiii eruð þið ekki hissa að við séum að moka?) já það er ennþá hægt að moka og við gerum það óspart, þe spara að fá aðra til að gera það sem við getum alveg gert sjálf... það er nefnilega verið að hugsa fyrir dreninu í kringum húsið og það þurfti að setja mjúkann sand undir rörin. Það hafa verið mörg góð kódak-mómentin, td ég og Eyrún að baksa við að koma fullum hjólbörum niður grýttann jarðveginn, síðan mætti Kristjana sys á svæðið og tók góða syrpu við að moka, alveg eins og herforingi, takk fyrir hjálpina kæra sys :) þú ert búin að vinna þér inn boð í reisugillið!
Við höfum kannski ekki verið svo dugleg við að taka myndir uppá síðkastið, lofum bótum á því.
Meira síðar.

Engin ummæli: