13 desember 2006

Hengd uppá þráð

Karen svaf uppí í nótt, hún var komin með svo háan hita þessi elska í gærkvöldi að við vildum hafa hana hjá okkur... þannig að ég er núna heima, eins og hengd uppá þráð.

Ótrúlegt hvað henni tekst að taka mikið pláss í rúminu, annars kannski ekki, var hugsað til þess eina nóttina, þegar hún Brella mín hoppaði uppí rúmið til mín og kom sér alltaf þægilega fyrir,,,,
sú gat tekið pláss... þegar ég lagðist á magann þá lagðist hún ofan á bakið á mér, ef á velti mér á hliðina tróð hún sér uppá mjöðmina á mér, skildi aldrei hvernig hún nennti að vega salt þar, enda vissi hún að ef að hún væri þar myndi ég líklega leggjast á bakið og þá var sko hægt að leggjast ofan á mig einhvernveginn... æji hvað ég sakna þess að hafa ekki kisulíf hérna í húsinu,,, það kemur aftur :o)


... feita lata kisa :o)

Engin ummæli: