31 desember 2006

Áramót

Jæja þá fer þessu ári að ljúka, svona rétt áður en ég fer í áramótagallann og skrepp í mat til mömmu og pabba vildi ég kasta kveðju á ykkur öll sem gera þetta blogg að veruleika, því án ykkar lesendur góðu væri ég ekki búin að halda við þetta blogg síðan í sumar...

Það er góður siður að líta um öxl og þakka það liðna... margt hefur gerst á árinu og það sem kannski markar þessa litlu fjölskyldu mest er ákvörðunin að byggja kofa í Úlfarsfellinu, það hefur verið þrælspennandi ferli og mjög skemmtilegt, en jafnframt hefur húsmóðirin á þessu heimili fengið reglulega kvíðakast yfir þessu öllu saman og eru allir brúnu bréfpokarnir löngu upppurnir (anda rólega).

Þegar ég byrjaði á þessu bloggævintýri þá vissi ég ekki útí hvað ég væri komin... byrjaði sem fikt og er núna háð því (gott að þetta voru ekki reykingjar eða drykkja). Hef eignast vini á öðrum bloggsíðum sem er bara ótrúlega gaman og vinir mínir og ættingjar kannski haft gaman að því að gæjast aðeins inn í hugarheiminn minn og þannig kynnst annari hlið á mér, veit ekki. Allavegana er áramótaheitið mitt ekki að hætta þessu, eins og einhverri annari fíkn, þannig að Rabbi minn laptoppinn verður ennþá á stofuborðinu og ég að bloggrónast og bulla, sem sagt upptekin ;o) vona að ég geti haldið áfram að vera "skemmtileg" og leyft ykkur að fylgjast með því sem um er að vera í mínu lífi... kannski hef ég frá meiru að segja þegar byggingin er komin meira á skrið...

Kæru vinir nær og fjær...

image hosting

Með kærri þökk fyrir það sem er að líða.

2 ummæli:

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Gleðilegt ár til þín og þinna :)

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku Maja mín. Gleðilegt ár og takk kærlega fyrir það liðna. Ég kíki á bloggið þitt á hverjum degi og hef mjög gaman af.
Kveðja Sylvía