21 janúar 2007

Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins

átti að vera auðveldi parturinn af áramótaheitinu mínu...sjá

http://emmgje.blogspot.com/2007/01/hi-strfenglega-leyndarml-heimsins.html

Nema hvað að eftir að við vorum skráð á Dale Carnegie í vinnunni þá hefur bæst við bókalistann sem ég þarf að lesa... Lífsgleði njóttu... Vinsældir og Áhrif.....Árangursrík ræðumennska.....Eldmóður (hið lítt þekkta leyndarmál velgengninnar)....Árangursrík frásögn.... og annað góðgæti, þannig að með þessum titlum þá verður kannski bara "easy" parturinn að "verða bara svo miklu betri manneskja" Það er nefnilega þannig að æsispennandi reyfarinn um spæjarann Stein Steinarr sem tekur sér far með skipinu Heimurinn og ræður þar ráðgátu um glæp ...er ennþá á hillunni fyrir ofan rúmið mitt og ég er komin á bls 49... Lélegt... eins og mér finnst gaman að lesa bækur, get hreinlega gleymt mér í góðri bók og gleymi að fara að sofa og allt. En hvenær á ég að lesa þessa góðu bók, núna þarf ég að lesa hinar til að fylgjast með í Dale'inu og svo er ég með svo mikla þörf til að bloggrónast og tjá mig að það er engu lagi líkt... og ekki les ég þessar bækur á meðan ég hangi á blogginu...Hvert er Heimurinn að fara ???

Engin ummæli: