Sko á meðan einhverjir skrifa á blogginu sínu snilldarfærslur um heimsmál og pólitík þá hef ég hugsað mér að gefa ykkur lesendur góðir uppskrift af brauðrétt... Ekki er þessi brauðréttur bara ótrúlega góður heldur er hann fljótlegur og einfaldur.
Þú þarft í hann:
1 fransbrauð
1 dós grænn aspas
200 gr majónes
3 egg
200 gr rifinn ostur
100 gr skinka í strimlum
Aðferðin er svona:
Brauðið er skorið í tenginga, en skorpan er tekin frá. Safanum af aspasinum er hellt yfir brauðið. Í annari skál er majónesinu og þremur eggjarauðum blandað saman ásamt osti, aspas og skinku, þessu mauki er blandað við brauðið sem er búið að væta með aspassafanum muniði. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar í skál og þeim bætt varlega við brauðjukkið. Öllu hellt í eldfast mót, rifnum osti stráð yfir, bakað í 20-30 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður.
Verði ykkur að góðu :o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli