11 janúar 2007

Boot Camp -dagur tvö


Vá og ég meina Vá !! komst að því að þriðjudagurinn var bara kynningarFUNDUR :o) Þetta var ótrúlegt púl í dag... byrjuðum á stigahlaupi, hlaupið 4 ferðir upp og niður stigana, þetta eru 6 hæðir (held að einhverjir hafi hlaupið fleiri ferðir, en ég fór 4 og fannst það alveg nóg) knúsuðum malbikið í bílakjallaranum í armbeygjum og allskynns æfingum, vorum þakklát fyrir að fá að hvíla ennið á marmarflísagólfinu í einhverjum frekar lúmskum æfingum og enduðum síðan á 600 magaæfingum (ekki prentvilla sexhundruð á það að vera) og þá máttum við fara í sturtu.
Það sést orðið langar leiðir hverjir eru í hópnum, það erum við sem erum með frekar skrítið göngulag og stynjum þegar við stöndum upp eða setjumst niður. Og þetta borgum við fyrir :o)
Þetta er rosalega gaman og þvílík hópefling, góð stemmning í hópnum núþegar :o) Í dag fengum við svo matardagbók og upplýsingar um hvað skuli borða og hvað er minna vinsælt... ég var með spínatlasagna í matinn í kvöld og fólkinu fannst það bara gott :o) allir græða...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá!!

Nafnlaus sagði...

Heyr, heyr! þetta eru yndislegar harðsperrur ;) ooh svo gaman !!

Nafnlaus sagði...

Þú hlýtur að vera haldin sjálseyðingarhvöt að fara í svona ! Púfff !
Good luck samt ;)